top of page
Search

Kulnun: Þegar viljinn vinnur lengur en líkaminn getur fylgt með

ree

Það er eitthvað hádramatískt við orðið „kulnun“. Það vekur upp myndir af tómleika, örmögnun og ófærni. En kulnun er oft lúmskari en við höldum. Hún byrjar ekki alltaf með dramatískri krísu eða áfalli heldur læðist hún að manni mestmegnis af því við hlustum ekki á sjálf okkur. Við ýtum okkur áfram, því við eigum að geta þetta, við viljum standa okkur. En smátt og smátt verður allt þyngra.

Kulnun er skilgreind sem langvarandi streita sem ekki tekst að vinna gegn. Það er ekki bara þreyta – heldur sú tilfinning að þú sért tæmd/ur, andlega og líkamlega. Hún hefur áhrif á vinnuna, tengslin, líkama og huga. Þú getur verið á réttum stað með „rétt verkefni“, en samt algjörlega búin/n á því.


Í bókinni The Burnout Society bendir heimspekingurinn Byung-Chul Han á að við lifum í samfélagi sjálfsþrýstings. Við viljum vera „bestu útgáfan af sjálfum okkur“, en sú krafa getur orðið köllun sem aldrei fær hvíld. Þessi orka – þessi innri eldmóður – getur brennt okkur út, ef við kunnum ekki að slökkva reglulega á henni.


En hvernig vitum við að við séum á leiðinni í kulnun? Hér eru nokkur merki:

  • Þú ert alltaf þreytt/ur, jafnvel eftir svefn.

  • Þú upplifir skerta einbeitingu og minnkað sjálfstraust.

  • Þú finnur fyrir dofa gagnvart því sem áður veitti þér gleði.

  • Þú dregur þig til baka, jafnvel frá fólki sem þú elskar.

Það er ekki veikleiki að bregðast við þessum merkjum. Það er hugrekki. Endurheimt hefst með sjálfsskoðun – og stundum með því að viðurkenna að þú þarft stuðning.


Þrjár spurningar til að hugleiða:

  1. Hvernig lýsir streitan þín sér þessa dagana – í líkama þínum, hugsunum eða skapi?

  2. Hvað heldur þér gangandi – og hvenær fær það eldsneyti?

  3. Hver væri minnsta breytingin sem gæti fært þig nær jafnvægi í þessari viku?


Ef þú ert að leita að leiðum til að breyta til og bæta líðan þína, býð ég upp á markþjálfun fyrir fólk sem vill finna meiri ró, skýrari fókus og orku til að lifa sínu lífi af heilum hug.

Þú getur haft samband ef þú vilt kanna hvort slíkt samtal henti þér.

Ef þú ert þar, sendu mér línu á brb@brbadventure.com.

 
 
 

Comments


Hafðu samband

Klapparhlið 30, ib 204
Netfang: brb@brbadventure.com

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube

© 2023 BRB Adventure. Allur réttur áskilinn.

bottom of page