top of page
Search

Frá símanum beint í streitu

eða frá mér til mín?

Margir morgnar byrjuðu eins hjá mér.

Ég vaknaði, tók upp símann og byrjaði að tékka. Tölvupóstar, skilaboð, það sem ég átti eftir að klára frá deginum áður…

Áður en ég steig fram úr rúminu var hugurinn minn kominn á fullt – ekki út frá því hvernig mér leið, heldur út frá því sem heimurinn krafðist af mér.

Ég var mættur í daginn, en ekki til mín.

Ég var byrjaður að bregðast við áður en ég hafði valið hvernig ég ætlaði að mæta.

Það var ekki fyrr en ég spurði mig einnar einfaldar spurningar að eitthvað fór að breytast:


👉 Hver stjórnar morgninum mínum – ég eða allt hitt?


„Sama manneskja – annar morgunn.“Hvort myndir þú velja í fyrramálið?
„Sama manneskja – annar morgunn.“Hvort myndir þú velja í fyrramálið?

Þegar þú byrjar daginn á streitu, þá fylgir hún þér.

Þegar ég var í miðri keyrslu – með mörg verkefni, mikla ábyrgð og sífellda pressu – þá fannst mér morgunrútína lúxus.

Hver hefur tíma til að sitja með sjálfum sér, hugleiða eða skrifa þegar heimurinn bíður?

En málið er: heimurinn bíður ekki.

Ef ég byrja daginn minn á streitu, þá litar hún hvernig ég hugsa, hvernig ég tala, og hvernig ég bregst við.

Ef ég byrja hann með sjálfum mér – þá fæ ég val um hvernig ég vil mæta.


Ég ákvað að prófa eitt. Að mæta sjálfum mér fyrst.

Ég kallaði það Rise in Alignment – ekki sem eitthvað fullkomið módel, heldur sem tilraun:

Að gefa sjálfum mér nokkrar mínútur áður en ég tengdist öllu hinu.

Að anda, skrifa, hugsa – ekki í langan tíma, heldur bara með meðvitund.Að hefja daginn í tengslum við sjálfan mig, ekki ómeðvitað í gegnum síma og skjái.


Núna býð ég þér að prófa þetta líka.

Ég hef búið til 5 daga áskorun sem heitir Rise in Alignment – Morning Routine.

Hún er einföld, falleg og hönnuð til að virka í alvöru lífi.


Á hverjum degi færðu:

  • 📖 Stuttan texta til íhugunar

  • 🌀 Einfalda æfingu til að koma þér í tengsl við þig sjálfan

  • ❓ Spurningu sem hjálpar þér að stilla þig inn á það sem skiptir máli


Þú þarft hvorki að vakna kl. 5 né að vera „morgunmanneskja“. Þú þarft bara vilja til að byrja daginn þinn aðeins öðruvísi – í þinni miðju, ekki í viðbragðsstöðu.


Ertu til í að prófa að mæta sjálfum/sjálfri þér fyrst?


📩 Smelltu hér til að skrá þig í 5 daga áskorunina👉


✍️ P.S.

Þú þarft ekki að breyta öllu. Það nægir að breyta fyrstu 5 mínútunum.Það er þar sem breytingin byrjar.

 
 
 

Comments


Hafðu samband

Klapparhlið 30, ib 204
Netfang: brb@brbadventure.com

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube

© 2023 BRB Adventure. Allur réttur áskilinn.

bottom of page